Anita Rós Kingo Andersen nemandi á tölvubraut FB flutti erindið ,,Tölvunarfræði í framhaldsskólum“ á ráðstefnunni „Konur í upplýsingatækni – WiDS (Women in Data Science) sem haldin var í gær í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR. Tilgangurinn með WiDS-ráðstefnunni er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni, veita tækifæri til að læra af reynslu leiðandi fyrirtækja í tækni- og tölvugeiranum og efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni. Það er mikill heiður að fá að flytja erindi á jafn virtri ráðstefnu sem þessari og við óskum Anitu til hamingju. Anita er lengst til hægri á myndinni. Sjá nánar um ráðstefnuna og aðra fyrirlesara hér.