Kennsluráðstefna FB og Fjölbrautaskólans í Ármúla var haldin í húsakynnum FB á föstudaginn var þann 3. mars. Vel tókst til og ætla má að um 160 manns hafi sótt ráðstefnuna. Fjölmargar vinnustofur voru í boði sem og hópastarf. Þá voru haldnir tveir fyrirlestrar, annars vegar „Sjálfbærni“ sem Bryndís Valsdóttir og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson úr FÁ héldu og hins vegar „Hrós og hvatning – lífgjöf kennarans“ sem þær Anna María Gunnarsdóttir og Guðlaug Gísladóttir kennarar úr FB héldu.