Vegna óveðursspár fyrir mánudaginn 7. febrúar hefst kennsla ekki fyrr en kl.12 og verður skólinn því lokaður til klukkan 12:00.

Eftir hádegið, þ.e. frá 12:40, stefnum við að kennslu sem hér segir:

a) Bókleg kennsla verður á TEAMS og INNU.

b) Verkleg kennsla í verk- og listnámi verður í skólanum eftir því sem mögulegt er. Nemendur sem ekki komast í skólann fá ekki fjarvist, þar sem vitað er að margir búa fjarri skólanum og geta átt erfitt með að mæta.

Ákvörðun um mætingar eftir hádegið verður endurmetin í fyrramálið og nemendum sendur tölvupóstur um kl. 11:00.

Með kveðju,

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari