Hin árlega jólakortasamkeppni FB var haldin á haustönn. Þátttaka var mikil og bárust 22 tillögur, margar hverjar mjög góðar.

Hlín Hrannarsdóttir nemandi á myndlistarbraut bar sigur úr býtum með mynd af jólakettinum.

Dómnefnd skipuðu Guðrún Halldóra Sigurðardóttir sviðsstjóri listnáms, Halldóra Gísladóttir myndlistarkennari og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari.

Við óskum Hlín til hamingju og þökkum öllum þeim sem sendu inn tillögu.

 

Skólameistari