Innritun stendur yfir fyrir nám á vorönn 2021 og  lýkur innritun í dagskóla 30. nóvember 2020. Innritun fer fram á  á inn­rit­un­arvef Mennta­mála­stofn­unar. Sérstök inntökuskilyrði eru á brautina Nýsköpun, hönnun og listir en þar verða nemendur að hafa lokið stúdentsprófi, starfsnámsprófi eða sambærilegum prófum en námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Innritun í kvöldskóla stendur yfir og má finna allar helstu upplýsingar um námið og innritun hér. Upplýsingar um allar brautir skólans má finna hér.