Innritað verður í kvöldskólann hér í skólanum fimmtudaginn 7. janúar, frá kl. 17 – 19. Fagstjórar og námsráðgjafar verða á staðnum til ráðgjafar og aðstoðar. Innritun á netinu verður opin fram í miðjan janúar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá mánudaginn 11. janúar. Skrifstofa kvöldskólans verður síðan opin á kennslutíma fyrstu tvær vikur annarinnar.

Umsjónarmenn