Innan hefur nú verið opnuð hjá flestum nemendum skólans.

Einhverjir nemendur skulda enn gjöld, aðrir eiga eftir að skila bókum á bókasafnið og ekki náðu allir landi í mætingu eða einingafjölda. Aðgangur þessara nemenda að Innunni er ekki opinn og verða þeir að mæta á skrifstofu skólans eða til umsjónarkennara mánudaginn 23. maí milli kl. 12 og 13. Tölvupóstur var sendur til þessara nemenda í dag.

Prófin verða svo sýnd mánudaginn 23. maí milli kl. 12 og 13 í dagskólanum og milli kl. 18 og 19 í kvöldskólanum.