Viðburðaríkri viku í FB er nú lokið. Við viljum þakka nemendafélaginu NFB og Hrekkjavökunefndinni fyrir frábær störf og skemmtilega viku. Nemendur í skúlptúr á listnámsbraut sýna nú í rými skólans ýmis rýmisverk. Við hvetjum alla til að skoða verkin en þau munu verða til sýnis alla vikuna.