Erla María Theodórsdóttir nemandi okkar á náttúrufræðibraut hlaut glæsileg hönnunarverðlaun síðustu helgi í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun á verki sínu Lotukerfið á samsýningu framhaldsskólanna Hönnun- Hugmyndir- Nýsköpun 2018. Erla María naut leiðsagnar Soffíu Margrétar Magnúsdóttur listnámskennara FB sem kenndi Erlu Maríu í fablab áfanga skólans. Í umsögn dómnefndar segir að Erla María hljóti viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun á verkinu Lotukerfið. Við óskum þeim Erlu Maríu og Soffíu innilega til hamingju!