Starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna eru hvattir til þess að nýta sér virkan ferðamáta frá 10. – 16. september eða þá fimm virku daga sem rúmast innan þessa tímabils. Þar sem keppt verður um að ná sem flestum dögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans, skiptir máli að fá sem flesta með einhverja daga.

Allir sem nýta virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjólreiðar (líka rafmagnsreiðhjól þar sem þarf að stíga með), göngu, hlaup, línuskauta, hjólabretti, almenningssamgöngur og annað sem felur í sér virkan ferðamáta.

Keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólanna. Framhaldsskólunum er skipt niður í þrjá flokka eftir heildarfjölda nemenda og starfsfólks: 0 – 399 nemendur og starfsfólk, 400 – 999 nemendur og starfsfólk og 1000 o.fl. nemendur og starfsfólk

Við hvetjum ykkur til að hefja undirbúning og hugleiða hvernig þið getið nýtt Hjólað í skólann í víðasta skilningi til að efla hreysti og stemningu í ykkar skóla.
Kynnið ykkur þátttökureglur og þá valmöguleika sem skráningarkerfið bíður upp á inná heimasíðu verkefnisins http://hjolumiskolann.is/.