FB og Hjólakraftur hafa gert með sér samkomulag um valáfanga sem býðst nemendum FB á haustönn 2019. Hjólað verður á ákveðnum tímum á miðvikudögum og geta nemendur fengið lánað hjól og hjálm. Það er Þorvaldur Daníelsson framkvæmdastjóri Hjólakrafts sem stýrir hópnum. Á myndinni má sjá hópinn sem lagði af stað í fyrstu hjólaferðina í dag.