Snyrtibraut FB með deildarstjórann Nínu Björgu Sigurðardóttur í fararbroddi hefur í samstarfi við Félag íslenskra snyrtifræðinga og Snyrtiskólann í Kópavogi staðið fyrir námskeiði í heitskeljanuddi „Lava Shell Massage“.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er líkaminn nuddaður með heitum skeljum. Þetta er frekar nýleg meðferð og nýtur mikilla vinsælda erlendis og hefur ekki verið fáanleg á Íslandi hingað til.

Þetta námskeið er viðurkennt af Federation of Holistic Therapists. Tólf nemendum snyrtibrautar bauðst að fara á námskeiðið. Kennarar brautarinnar munu einnig sækja námskeið í þessari meðferð. Kennarinn kom frá Englandi og heitir Berenice Pellicano.