Skuggakosningar verða í skólanum fimmtudaginn 12. október. Þá fá nemendur tækifæri til að kjósa á milli þeirra flokka sem eru í framboði til Alþingiskosninga 2017. Skuggakosningar eru skipulagðar af Landsambandi æskulýðsfélaga og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema með það að meginmarkmiði að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja þau til að nýta kosningarétt sinn.  Það er von okkar að sem flestir nemendur FB taki þátt.

Daginn fyrir skuggakosningarnar, miðvikudaginn 11. október koma fulltrúar stjórnmálflokkanna í matsal nemenda og kynna stefnu sína og spjalla við nemendur. Kynningin  hefst kl. 12.10