Hafin er teymisvinna í skólanum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hér er fyrst og fremst um að ræða þátttöku í samtali og hugmyndavinnu um áherslur og úrvinnslu. Þetta er opið verkefni þar sem þátttakendur leggja sitt af mörkum til að markmiðin verði hluti af skólastarfinu. Þátttakendur eru Anna Jóna Guðmundsdóttir, Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Helma Ýr Helgadóttir, Karen Pálsdóttir, Óli Kári Ólason auk skólameistara Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur. Hér má lesa um verkefnið á vef Félags Sameinuðu þjóðanna (með lista yfir þátttökuskóla): https://www.un.is/skolavefur/