Í þessari viku er heilsuvika í skólanum.

Fyrir skólafund í morgun voru nemendum gefnar lýsistöflur, ávextir, flóridana og kristal. Þökkum við gefendunum Lýsi, Mata og Ölgerðinni kærlega fyrir rausnarskapinn.

Starfsfólk þáði að sjálfsögðu einnig af þessum gjöfum.

Á fimmtudag milli 9 – 10  mun Slysavarnardeildin í Reykjavík koma og gefa nemendum endurskinsmerki í matsal nemenda.

Á heimasíðu Kennarasambands Íslands, www.ki.is, er umræða um heilsueflingu sem er gott að kynna sér.