Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði nemenda og starfsfólks. Það er heilsueflandi teymi skólans sem skipuleggur heilsuvikuna. Kennarar eru meðal annars hvattir til að bregða út af vananum í kennslustundum og fara til dæmis í göngur með nemendum, finna hugleiðslu við hæfi og gera hópeflisæfingar. Í mötuneytum nemenda og starfsfólks verður boðið upp á sérlega hollan mat þessa viku og í Skuggaheimum verða ávextir í boði skólans þann 14. mars. Þann 20. mars verður uppistand í fundargatinu en þá er einmitt alþjóðlegi hamingjudagurinn.