Heilsuvika FB er nú í fullum gangi. Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði nemenda og starfsfólks. Heilsueflandi teymi skólans leggur til að kennarar bregði út af vananum og fari til dæmis í stuttar göngur með nemendur, bjóði upp á hugleiðslu í tíma og ræði um heilbrigði og hamingju. Þá verður sérstaklega hollur matur í boði bæði í mötuneyti starfsfólks og í Hungurheimum mötuneyti nemenda. Bent er á hugleiðsluæfingar Halldóru Björnsdóttur íþróttakennara FB sem finna á má hér á heimasíðu skólans. Þá er rétt að minna á að þeir nemendur sem eru skráðir í íþróttaáfanga fá frítt í sundlaug Breiðholts og World Class alla virka daga á milli kl. 8 og 16.