FB fékk nýverið úthlutað háum styrk í flokknum Starfsmenntun eða um 12 milljónum króna fyrir verkefnið Námsferðir efla fagmennsku.

Á hverju ári sendir FB nemendur og starfsmenn til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í skólanum. Á þessu ári fara 20 verknámsnemendur FB í starfsnám til Danmerkur, Finnlands, Eistlands, Írlands og Spánar.

Umsjón með erlendum samskiptum hefur Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri.

Sjá nánar á Frétt hjá Rannís um úthlutunina.

 

EU flag-Erasmus+_vect_POS