Þú ert hér:Home|Vinnustaðanám

VIN 305

Námstími er fimmtán vaktir á sérdeild og bera hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða og fyllir út gátlista um unna verkþætti. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið og gerir verkefni sem hann kynnir síðan fyrir öllum nemendum sjúkraliðabrautarinnar á sérstökum kynningardegi og er það liður í lokaverknámi í VIN 305.

2014-05-27T11:12:21+00:0027. maí 2014|

VIN 205A

Meginmarkmið Að nemandi öðlist færni í samskiptum við sjúklinga og nái leikni í hjúkrun bráðveikra, full­orðinna sjúklinga. Áfangalýsing Verknám fer fram á hand- og lyflækningadeildum eða almennu sjúkrahúsi. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista um unna verkþætti.

2014-05-27T11:01:29+00:0027. maí 2014|