Þú ert hér:Home|Verktækni grunnnáms

VTG 106C

Áfangalýsingar: Nemendur kynnast viðfangsefnum og fagsviði húsasmiða, húsgagnasmiða, málara, múrara, pípu­lagningamanna og dúklagningamanna og veggfóðrara með hagnýtum verkefnum. Lögð er áhersla á notkun hand- og rafmagnshandverkfæra og eftir atvikum algengustu véla og búnaðar, um­hirðu þeirra, notkunarsvið og öryggismál. Nemendur læra jafnframt að vinna skipulega eftir leið­beiningum og teikningum, gera einfalda efnis- og aðgerðalista og halda vinnuumhverfi hreinu og öruggu. Áfanginn er að mestu verklegur og byggist kennslan byggist á fjölbreyttum verkefnum og styttri kynningum þar sem nemandinn tileinkar sér rétt vinnubrögð og gæðavitund.

2014-05-27T11:17:56+00:0027. maí 2014|

VGR 4024

Áfangalýsing Fjallað er um undirstöðuþætti aflmagnara. Nemendur leysa ýmis verkefni þar sem þeir fá frekari æfingu í að gera áætlanir, teikna og smíða rafeindarásir. Þessum rafeindarásum er síðan raðað saman í eina heild sem myndar lokaverkefni í áfanganum. Nemendur smíða rásaeiningar, mæla og prófa virkni þeirra og notagildi og annast bilanaleit í rafeindatækjum. Áfangamarkmið Nemandi þekki ýmsar gerðir aflmögnunar þekki mögnunarflokka A- og B-magnara geti hannað og tengt saman flóknar rafeindarásir geti gert verk- og kostnaðaráætlun fyrir hönnunarverkefni geti tengt rásaeiningar við stjórnbúnað kunni skil á bilanagreiningu í rafeindarásum skili skýrslu um lokaverkefnið Efnisatriði Aflmagnarar, formagnarar, PushPull-rásir, aðgerðamagnarar. Lampamagnarar. Ýmsar gerðir skynjara svo sem ljósastýringar, hreyfiskynjarar, rakaskynjarar, reykskynjarar, hitaskynjarar, þrýstiskynjarar, segulskynjarar og ljósrofa (optokupler). Námsmat Verkefni og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.