Þú ert hér:Home|Upplýsingatækni

UTN 2936

Í áfanganum læra nemendur að nota töflureikni til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Einnig er farið í samþættingu töflureiknis og ritvinnslu. Forritun á tölvuleikjum í þrívíddar-forritunarumhverfi (Alice). Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. 

2014-05-27T10:28:47+00:0027. maí 2014|

UTN 1936

Nemendur kynnist almennri notkun á PC-tölvum. Í áfanganum læra þeir að nota ritvinnslu- og glærugerðarforrit til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Nemendur verði færir um að vinna ritgerð með forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá í sama skjali. Þeir útbúa ferilskrá og setja upp náms- og starfsumsókn í ritvinnslu. Kynningar eru settar upp í glærugerðarforritum. Fjallað um almenn atriði upplýsingalæsis og farið yfir gögn um upplýsingaöflun, útgáfuform upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti, mat á gæðum, áreiðanleika upplýsinga o.s.frv. Ýmis vefverkefni unnin í tengslum við það. Kennd er blindskrift í vélritunarforriti á Netinu. Kynning á forritun tölvuleikja í þrívíddar-forritunarumhverfi (Alice). Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er [...]