ÞÝS 5136

Öllum þáttum, sem nemendur hafa fengið þjálfun í á fyrri stigum þýskunámsins, er haldið við en gerðar eru meiri kröfur um málskilning og færni. Í áfanganum er einkum lögð áhersla á að nemendur geti lesið og skilið margvíslega texta og gert síðan grein fyrir þeim á þýsku, bæði munnlega og skrif­lega.

2014-05-27T11:36:23+00:0027. maí 2014|

ÞÝS 5036

Í áfanganum lögð er áhersla á fjölbreytni í textavali og munnlega og skriflega beitingu málsins í æfingum. Unnið er að hluta í þemavinnu, þ.e. Í áfanganum lögð er áhersla á fjölbreytni í textavali og munnlega og skriflega beitingu málsins í æfingum. Unnið er að hluta í þemavinnu, þ.e.

2014-05-27T11:35:09+00:0027. maí 2014|

ÞÝS 4036

Orðaforði og málnotkunarreglur, sem komið hafa fram í undanförum, eru rifjaðar upp og þjálfaðar/æfðar. Lokið er við að fara yfir öll helstu atriði þýskrar málfræði. Áhersla er á munnlega tjáningu og skriflega færni með almennum orðaforða um daglegt líf. Í lok þessa áfanga eiga nem­endur að vera færir um að gera sig skiljanlega í þýskumælandi [...]

2014-05-27T11:34:07+00:0027. maí 2014|

ÞÝS 3036

Í áfanganum er unnið með þann orðaforða sem komið hefur fram í undanförum og aukið við hann. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í aðstæður ungs fólks í þýskumælandi löndum hvað snertir nám og atvinnuhætti. Í umfjöllun um Landeskunde er fjallað um skiptingu og sameiningu Þýskalands, en þetta eru atriði sem eru forsenda [...]

2014-05-27T11:32:32+00:0027. maí 2014|

ÞÝS 2036

Orðaforði og málfræðiatriði, sem komið hafa fram í undanfaranum, eru rifjuð upp og orðaforði eykst. Ný málfræði bætist við og lögð er áhersla á að nemendur geti tjáð sig, bæði munnlega og skriflega, og haldið uppi einföldum samræðum. Unnið er með texta sem varpa ljósi á daglegt líf unglinga og venjur og siði í þýskumælandi [...]

2014-05-27T11:31:28+00:0027. maí 2014|

ÞÝS 1036

Í upphafi verða kynnt nokkur meginatriði um þýskumælandi lönd (svo sem lega, stærð og íbúafjöldi) og skyldleiki íslensku og þýsku. Lögð er megináhersla á þjálfun framburðar, uppbyggingu og notkun orðaforða um nánasta umhverfi, munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og grunnatriði málfræðinnar sem nauðsynleg eru til að mynda einfaldar aðalsetningar og spurningar.

2014-05-27T11:30:21+00:0027. maí 2014|
Go to Top