ÞJA 106C

Í áfanganum starfar nemandi á snyrtistofu í þeim tilgangi að afla sér starfsleikni í snyrtifræði. Nemandi eykur þekkingu sína á starfi snyrtifræðings og eykur færni sína sem verðandi snyrti­fræð­ingur. Starfsþjálfun áfangans jafngildir 6 vikna þjálfunartíma á snyrtistofu. Nemandi þekki snyrtivörur og starfshætti á viðkomandi snyrtistofu, þeir fái þjálfun við hæfi. Áhersla er lögð á eftirfarandi þætti: Andlitssnyrtingu, þ.e. yfirborðshreinsun, höfuð- og herðanudd, djúphreinsun, notkun hitagjafa (gufa, innrautt ljós) kreistingu, rafræna meðferð og andlitsmaska. Nemendur þjálfast í litun augnhára og augabrúna, plokkun og mótun augabrúna, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, heilnuddi og almennri förðun