Þú ert hér:Home|Textílhönnun

VFJ 1012

Í áfanganum læra nemendur að þekkja og greina mismunandi textílhráefni. Fjallað er um sögu textíl­hráefna, eiginleika, gæði, meðhöndlun, meðferð, vinnslu og notagildi. Nemendur fá innsýn og vinna með spuna þráðar, hvernig vélprjón verður til og kynnast grunnaðferðum vefnaðar. Nemendur fá grunnþjálfun í að geta greint hvaða efni, ofin og prjónuð, henta mismunandi gerðum flíka. Nemendur halda verkefna- og vinnubók. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið.  

2014-05-27T10:33:10+00:0027. maí 2014|

TEX 2024

Áhersla er lögð á að vinna með blandaða tækni í bútasaum og útsaum. Nemendur tileinka sér notkun fagorða og kynna sér sögu bútasaums. Í útsaum er leitast við að kynna aðferðir og vinna með menningararf okkar. Í vélútsaum eru farnar óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir í verkefnum. Hæfni nemandans í sjálfstæðum vinnubrögðum er þjálfuð sem og geta til að meta samband milli hugmynda, hráefnis, tækni, listrænnar sköpunar og notagildis. Nemendur velja sér aðferðir í lokaverkefni sem getur innihaldið blandaða tækni. 

2014-05-27T09:57:39+00:0027. maí 2014|