Þú ert hér:Home|Stýringar og rökrásir

STR 6036

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um aflstýringar fyrir orkufrek tæki og vélar, s.s. ýmsar gerðir mótora, rafala, hitatæki og ljósabúnað. Nemendur fá þjálfun í hönnun og tengingum mismunandi stýringa. Lögð er áhersla á notkun hliðrænna (analog) merkja (4-20mA og 0-10V). Farið er í uppbyggingu á aflstýr­ingum, síum og truflanadeyfibúnaði. Kynnt eru áhrif truflana á annan tækjabúnað. Farið er í stjórn á hraðabreytum, hitastýringum og ljósastýringum með iðntölvum. Áfangamarkmið Nemandi þekki tíðnibreyta þekki mjúkræsa þekki vektorstýringar þekki ljósadeyfa (dimma) þekki aflhluta hitastýringa geti valið stýribúnað fyrir rafmótora, hitatæki og ljósabúnað geti tengt skynjara og aflstýringar við iðntölvur kunni skil á forritun iðntölva Efnisatriði Hönnun, forritun og prófun stýriverkefna: Hraðabreytar, hitastýringar, ljósastýringar, iðntölvur með hliðrænum inn- og útgöngum, birtuskynjarar, hitaskynjarar, rakaskynjarar, rennslisskynjarar, stiga­myndir (ladder), skipanalistar, flæðimyndir. Iðntölvur, forritunartæki, PC-tölvur, aðgerðaskjáir, inn- og útgangsbúnaður, skynjarar, hermiforrit. Námsmat Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.

2014-05-27T09:39:47+00:0027. maí 2014|

STR 5036

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um stærri iðntölvur og eiginleika þeirra. Einnig helstu gerðir íhluta iðntölvu­stýringa og forritun þeirra. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva og notkun ýmissa hjálpartækja við slíka forritun, svo sem forritunartækja, PC-tölva og flæðimynda. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu. Nemendur kynnast notkun aðgerðarskjáa, regla (P, PI og PID) og skynjara (hliðræna og stafræna). Farið er í reikniaðgerðir, skiptiregistur og teljara. Áfangamarkmið Nemandi þekki minnisgerðir iðntölva og eiginleika þeirra, vinnsluhraða og vinnsluferli iðntölva þekki allar helstu skipanir stafrænnar virkni og einfaldrar hliðrænnar virkni þekki möguleika samtengingar iðntölva með gagnabrautum þekki staðalinn EN61131 og not