STÆ 6036

Áfanginn er yfirlitsáfangi. Eldra námsefni tekið til nánari athugunar og því gerð betri skil við lausn verkefna af ýmsum toga. Auk þess er bætt við nýju efni og má þar nefna pólhnit, tvinntölur, breiðboga og frekari hagnýtingu heildareiknings. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér þekkingu úr fyrri áföngum við lausn nýrra viðfangsefna [...]

2014-05-27T08:42:40+00:0027. maí 2014|

STÆ 5036

Í áfanganum er fjallað um heildareikning, innsetningu, hlutheildun og liðun í stofn­brot. Nemendur fá þjálfun í því hvernig ákveðið heildi er túlkað sem flatarmál. Nem­endur reikna út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla. Reikningar á rúmmál snúða þegar flatarmáli er snúið um x-ás eða línur samsíða honum. Þeir læra um deilda­jöfnur af fyrsta stigi, [...]

2014-04-10T12:11:05+00:0010. apríl 2014|

STÆ 3136

Í áfanganum þjálfast nemendur í meðferð tölulegra upplýsinga og úrvinnslu þeirra og framsetningu. Þeir læra helstu tákn og formúlur sem notaðar eru í gagnavinnslu og líkinda­reikningi. Nemendur vinni rannsóknarverkefni sem tengist raunveruleika þeirra. Kynnast gagnavinnsla úr talnasafni, gerð tíðnitaflna, súlurita, stuðlarita, línu­rita auk annarrar myndrænnar framsetningar gagna. Þeir læra helstu mælikvarða á mið­sækni og dreifingu, [...]

2014-04-10T11:33:44+00:0010. apríl 2014|

STÆ 3036

Nemendur læra að leysa jöfnur af n-ta stigi. Nemendur vinna með vigurreikning í fleti, einingarvigur, þvervigur, lengd vigurs, hornrétta vigra og  innfelldi. Samlagning og frádráttur vigra. Samstefna, gagnstefna og samsíða vigrar. Hornaföll, einingarhringur, hornafallajöfnur og keilusnið. Sannanir. Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Margliður af hærra stigi. Margliðudeiling. Vigrar. Hornaföll,  sinx, cosx og tanx, hornafallajöfnur og [...]

2014-04-10T11:29:46+00:0010. apríl 2014|

STÆ 2936

Í áfanganum þjálfast nemendur í undirstöðuatriðum bókstafareiknings, algebru, með áherslu á einföldun algebrustæða, liðun og þáttun. Einnig einfaldar jöfnur og brotajöfnur. Einnig er lögð áhersla á að viðhalda kunnáttu úr STÆ 193. Efnið samsvarar seinni hluta áfangans STÆ 0006.

2014-04-10T11:28:47+00:0010. apríl 2014|

STÆ 2024

Í áfanganum læra nemendur um rauntalnakerfið, fallhugtakið og grundvallarhugtök mengjafræði. Veldi og rætur. Færslur og algildi, bil á talnalínunni og ójöfnur. Ýmis algeng föll svo sem línuleg föll, fleygbogar.  Annars stigs jöfnur og lausnir þeirra. Skurðpunktar grafa. Margliður, samlagning, margföldun, deiling og þáttun margliða, núllstöðvar og ræð föll. Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Bein lína, [...]

2014-04-10T11:26:27+00:0010. apríl 2014|

STÆ 1936

Í áfanganum er lögð áhersla á að byggja upp góða undirstöðu í talnameðferð. Reikniaðgerðir þjálfaðar með heilum tölum og brotum. Unnið með tengsl tugabrota og almennra brota. Þjálfun í reglum um röð aðgerða. Verkefni, próf og heimadæmi. Efnið samsvarar fyrri hluta áfangans STÆ 0006.

2014-04-10T11:25:15+00:0010. apríl 2014|

STÆ 1224

Í áfanganum kynnast nemendur nokkrum grundvallarsannindum evklíðskrar rúmfræði. Lögð er áhersla á að nemendur afli sér þekkingar á sönnunum og uppbyggingu sannana og geti rökstutt niðurstöður og aðferðir. Nemendur öðlist færni í að leysa rúmfræðileg vandamál, reikna flatarmál og ummál ýmissa mynda, reikna rúmmál og yfirborð ýmissa hluta, reikna hornastærðir með margvíslegum hætti. Auk þess [...]

2014-04-10T11:24:11+00:0010. apríl 2014|

STÆ 1024/1026

Áhersla er lögð á nemendur afli sér þekkingar og skilnings á grunnreikniaðgerðum stærðfræðinnar, veldareglum, grunnalgebru (meðhöndla bókstafi í stærðfræði), jöfnureikningi, prósentum og vöxtum. Nemendur öðlist færni í að leysa uppsettar jöfnur og þrautir ásamt því að leysa úr alls kyns viðfangsefnum þar sem prósentur og vextir koma við sögu. Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Talnareikningur, [...]

2014-04-10T11:22:54+00:0010. apríl 2014|
Go to Top