Þú ert hér:Home|Stærðfræði

STÆ 6036

Áfanginn er yfirlitsáfangi. Eldra námsefni tekið til nánari athugunar og því gerð betri skil við lausn verkefna af ýmsum toga. Auk þess er bætt við nýju efni og má þar nefna pólhnit, tvinntölur, breiðboga og frekari hagnýtingu heildareiknings. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér þekkingu úr fyrri áföngum við lausn nýrra viðfangsefna og átti sig þannig betur á samhengi hlutanna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist meiri færni í beitingu reikniregla og að nákvæmni í stærð­fræðilegum vinnubrögðum sé ávallt höfð að leiðarljósi. Efnisþættir sem eru teknir fyrir eru eftirfarandi: Helstu reiknireglur algebru. Diffrun. Heildun m.t.t. rúmmáls, yfirborðsflatarmál snúða og flatarmál svæða. Pólhnit, ofanvarp, stikun, tvinntölur, sannanir, runur og raðir.

2014-05-27T08:42:40+00:0027. maí 2014|

STÆ 5036

Í áfanganum er fjallað um heildareikning, innsetningu, hlutheildun og liðun í stofn­brot. Nemendur fá þjálfun í því hvernig ákveðið heildi er túlkað sem flatarmál. Nem­endur reikna út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla. Reikningar á rúmmál snúða þegar flatarmáli er snúið um x-ás eða línur samsíða honum. Þeir læra um deilda­jöfnur af fyrsta stigi, endanlegar og óendanlegar runur og raðir. Þekki arkarföllin og afleiður þeirra. Áhersla er lögð á stærðfræðileg vinnubrögð. Unnið er með stofn­föll, óákveðið og ákveðið heildi. Undirstöðusetning deilda- og heilda­reiknings og sönnun hennar. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir. Þrepun. Arkarföll og afleiður þeirra. Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Diffrun (bein og óbein), heildun (ákveðin og óákveðin), andhverfur hornafalla, deildarjöfnur af fyrsta stigi, rúmmál snúða og flatarmál svæða, lograföll, runur,  raðir og þrepun.