SÁL 4036

Atferli, hugsanir og viðhorf skoðuð í félagslegu samhengi. Áhersla er lögð á virkni nemenda, t.d. að þeir geri viðhorfakönnun, tilraun á staðalmyndum, hjálpsemi, hlýðni eða því um líku; æfi samskipti, greiningu á og beitingu líkamstjáningar. Mismunandi persónuleikakenningar eru skoðaðar og tilraun gerð til að búa til nothæft persónu­leikapróf. Álitamál og staðreyndir varðandi greind, vitsmunaþroska og [...]

2014-04-04T15:41:29+00:004. apríl 2014|

SÁL 3036

Í áfanganum er fjallað um streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol. Nemendur meta eigin streitu og skoða leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um algengustu flokka geðrænna vandamála, orsakir þeirra tíðni, einkenni og meðferð. Þannig öðlast nemendur innsæi og skilning [...]

2014-04-04T15:40:05+00:004. apríl 2014|

SÁL 2136

Gerð og starfsemi taugakerfisins er skoðuð, einkum taugafrumna og heilans. Einnig eru tengsl hormóna við taugakerfið og hegðun tekin fyrir. Í framhaldi af þessum grunni er fjallað um skynjun, sérstaklega sjónskynjun, farið í aðalatriði lífeðlisfræði skynjunar, skynferla og skynvillur. Seinni hluti áfangans fjallar síðan um ýmis áhugaverð fyrirbæri skynjunarinnar, s.s. hin ýmsu vitundarstig okkar, vöku, [...]

2014-04-04T15:38:09+00:004. apríl 2014|

SÁL 2036

Í áfanganum kynnast nemendur þroskasálfræði og hugtökum hennar og helstu álita­málum, t.d. hlut erfða og umhverfis í mannlegum eiginleikum. Helstu kenningar verða kynntar. Fjallað er um alhliða þroskaferlil frá getnaði til gelgjuskeiðs, einkum líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, persónuleika og málþroska. Einkum er fjallað um eðlilegan þroska en einnig lítillega um frávik og orsakir þeirra. Stiklað [...]

2014-04-04T15:36:37+00:004. apríl 2014|

SÁL 1036

Í áfanganum er fjallað um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Vísindaleg vinnubrögð eru kynnt, bóklega og verklega. Námssálarfræði er kynnt bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt. Helstu atriði sem tekin eru fyrir eru minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar, og einnig hugrænt nám. U.þ.b. einum þriðja hluta áfangans [...]

2014-04-04T15:35:52+00:004. apríl 2014|
Go to Top