Þú ert hér:Home|Rafmagnsfræði og mælingar

RAM 7024

Áfangalýsing Í þessum áfanga er fjallað um raforkukerfið á Íslandi, allt frá orkuverum til notenda, sögu raforku­vinnslu og dreifingar og áhrif raforkuvinnslu á menningu og umhverfi. Fjallað er um möguleika mis­munandi orkugjafa auk vatnsorku, s.s gufuorku, sólarorku og vindorku. Farið er í uppbyggingu orku­vera, tengi- og aðveitustöðva og helsta búnað í þeim. Enn fremur uppbyggingu háspennudreifi­kerfisins og helstu öryggisatriði varðandi vinnu við það. Þá er fjallað um spenna, yfirstraumsvarnir og virkni helstu varnarliða og tekin fyrir aðgerðarröð fyrir rof og spennusetningu á línu eða öðrum rekstrareiningum

2014-05-23T09:04:54+00:0023. maí 2014|

RAM 6024

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um skipulag raforkukerfa, þ.e. framleiðslu, flutning og dreifingu, og fjallað um uppbyggingu mismunandi raforkudreifikerfa, m.a. með tilliti til öryggisráðstafana. Farið er í upp­byggingu helstu lágspennudreifikerfa hér á landi og gerð jafngildismynd af hverjum flokki. Farið er yfir vektormyndir lágspennudreifikerfa og merkingar slíkra kerfa samkvæmt stöðlum (CENELEC). Fjallað er um spennufall og afltap í lágspennudreifikerfum og helsta varnarbúnað og virkni hans. Einnig er fjallað um mismunandi álag í fjölfasakerfum, mikilvægi álagsjöfnunar og áhrif mismunandi álags í fjölfasa lágspennudreifikerfum. Þá er gerð grein fyrir áhrifum jarðskautsviðnáms og hringrásarvið­náms á bilunarstrauma í neysluveitum. Áfangamarkmið Nemandi þekki helstu hugtök og heiti sem tengjast lágspennudreifikerfum þekki helstu gerðir lágspennudreifikerfa hér á landi, skipulag þeirra og flokkanir skv. CENELEC þekki mismunandi álag í fjölfasakerfum og mikilvægi álagsjöfnunar þekki öryggisráðstafanir í raforkudreifikerfum, s.s. rekstrar- og varnarjarðskaut, núllleiðara, varnarleiðara og varnarnúllleiðara þekki staðlaða flokkun á lágspennudreifikerfum og merkingakerfi þeirra geti gert jafngildismyndir af helstu lágspennudreifikerfum geti fundið álagsstrauma [...]