Þú ert hér:Home|Raflagnir

RAL 5036

Áfangalýsing Í þessum áfanga er lögð áhersla á uppbyggingu á minni húsveitum frá heimtaug til einstakra neyslu­tækja fyrir allt að 100A heimtaug í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Fjallað er um helstu þætti raflagna og búnað þeirra fyrir ljósa- og tenglagreinar. Áhersla er lögð á að nemandi kunni góð skil á varnarráð­stöfunum í stærri húsveitum. Kynnt eru sérákvæði í reglugerðum, t.d. varðandi raflagnir í einstökum rýmum, og staðsetning á töflum. Gerðar eru verklegar æfingar, m.a. við uppsetningu aðaltöflu, raf­lagnir að þrífasa rafhreyfli, mælingar og prófanir, efnis- og kostnaðaráætlanir o.fl. Áfangamarkmið Nemandi þekki virkni kæli-, frysti-, hita- og loftræstikerfa geti tengt stýribúnað fyrir ýmis sérkerfi þekki stærri verslunar- og iðnaðarveitur geti lagt og tengt ýmis sérkerfi varðandi stærri neysluveitur kunni skil á reglugerðarákvæðum varðandi stærri neysluveitur þekki raflagnaefni skipa, s.s. streng og búnað þekki rafala bæði jafnstraums og riðstraums þekki startkerfi ýmiss konar í skipum kunni skil á 12 og 24 volta kerfum smá- og skemmtibáta þekki stýrisvél [...]

2014-05-23T08:52:22+00:0023. maí 2014|

RAL 1024

Áfangalýsing Í þessum áfanga kynnist nemandinn starfi rafiðnaðarmannsins, m.a. með heimsóknum á vinnustaði og söfn. Gerðar eru áhugaverðar tilraunir til að auka skilning á eðli og hegðun rafmagns. Fjallað er um efnisfræði og virkni ólíkra rofa kennd með hjálp smíða- og tengiverkefna. Einfaldur búnaður er tengdur á fagmannlegan hátt. Áfangamarkmið Nemandi kynnist vel starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins öðlist skilning á eðlisfræðilegri hegðun rafmagns, meðal annars með litlum verkefnum. fræðist um ólíkar gerðir rofa, tengingu þeirra og notkun kynnist ólíkum gerðum víra og meðhöndlun þeirra með tilliti til aðstæðna fræðist um öryggismál og reglugerðir er varða rafmagn geti fagmannlega tengt klær og hulsur æfi áfellda kapallögn og tengingu rofa, tengla og ljósa kynnist nokkrum raflagnatáknum, reglugerð og öryggismálum þjálfist í notkun handverkfæra sem notuð eru í rafiðnaði kynnist algengustu efnum í rafiðnaði Efnisatriði Kynning