RTM 3024

Áfangalýsing Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái hagnýta þekkingu á notkun aðgerðamagnara og rafeindabúnaðar sem notaður er til aflstýringa, svo sem stýrðra afriðla. Farið er í teiknitákn og virkni íhlutanna sem um ræðir. Fjallað um FET-transistora þar sem lögð er áhersla á virkni, teiknitákn og kennilínurit. Einnig eru kynntir undirflokkar, MOS – [...]

2014-05-23T10:46:32+00:0023. maí 2014|

RTM 2024

Í áfanganum er farið í BJT-transistorinn og áhersla lögð á að nemendur kynnist ransistor sem rofa. Nemendur hanna einfalda jafnstraums- og iðstraumstransistormagnara, herma rásirnar í forriti og smíða síðan a.m.k. einn slíkan. jallað er um mismunandi tengingar transistora (common emitter, common base, ccommon collector) og hvernig nota má upplýsingar frá framleiðendum til að hanna rafeindarásir.

2014-04-04T13:51:12+00:004. apríl 2014|

RTM 1024

Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuatriði rafeindatækninnar er varða hálfleiðara. Fjallað er um eiginleika, hegðun, kennilínur og virkni rafeindaíhluta svo sem díóða (kísildíóða, zenerdíóða, og LED-díóða). Farið er í hálf- og heilbylgjuafriðun (brúar- og miðjuúttakstengingu) fyrir einfasa og þrífasa kerfi og undirstöðuatriði spennustilla með zenerdíóðu og IC-rás. Lögð er áhersla á að nemendur geti [...]

2014-04-04T13:45:59+00:004. apríl 2014|
Go to Top