Þú ert hér:Home|Myndlist

MYL 2036

Í áfanganum vinna nemendur með myndbyggingu í þrívídd. Kannaðir verða fjölbreyttar vinklar þrívíddarinnar út frá mismunandi miðlum svo sem raunverulegum rýmum allt í kringum okkar en einnig út frá myndlist, kvikmyndum og byggingalist. Skoðað verður hvernig form, litir, áferðir og jafnvel hljóð hefur áhrif á skynjun okkar af rýmum.  Ýmsar aðferðir verða notaðar meðal annars unnið í skissum, teikningum, módelum, ljósmyndum og rýmisverkum. Lögð er áhersla á skapandi vinnubrögð í áfanganum.

2014-10-31T09:01:29+00:0031. október 2014|

MYL 336C

Markmið áfangans er að skapa undirstöðuþekkingu í hugmyndavinnu í þrívíðri hönnun og formrann­sóknum. Nemendur læra að leita forma í umhverfi sínu og ljá þeim nýtt samhengi. Það er þjálfað á fjölbreyttan hátt, með líkanagerð, skissum, teikningum og ljósmyndum í efnivið af fjölbreyttum toga. Áfanginn er byggður upp á styttri verkefnum með áherslu á skapandi vinnubrögð og hugmyndaauðgi. Áhersla er lögð á listrænan metnað og rannsóknarvinnu sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Nemendur kynna og rökstyðja niðurstöður verkefnanna hverju sinni með framsetningu sem við á. Áfanginn er ákjósanlegur undanfari fyrir þá sem hafa hug á arkitektúr eða öðru hönnunar­námi.

2014-05-22T11:12:55+00:0022. maí 2014|