MYL 2036

Í áfanganum vinna nemendur með myndbyggingu í þrívídd. Kannaðir verða fjölbreyttar vinklar þrívíddarinnar út frá mismunandi miðlum svo sem raunverulegum rýmum allt í kringum okkar en einnig út frá myndlist, kvikmyndum og byggingalist. Skoðað verður hvernig form, litir, áferðir og jafnvel hljóð hefur áhrif á skynjun okkar af rýmum.  Ýmsar aðferðir verða notaðar meðal annars unnið [...]

2014-10-31T09:01:29+00:0031. október 2014|

MYL 336C

Markmið áfangans er að skapa undirstöðuþekkingu í hugmyndavinnu í þrívíðri hönnun og formrann­sóknum. Nemendur læra að leita forma í umhverfi sínu og ljá þeim nýtt samhengi. Það er þjálfað á fjölbreyttan hátt, með líkanagerð, skissum, teikningum og ljósmyndum í efnivið af fjölbreyttum toga. Áfanginn er byggður upp á styttri verkefnum með áherslu á skapandi vinnubrögð [...]

2014-05-22T11:12:55+00:0022. maí 2014|

MYL 3236

MYL 3236 er grunnáfangi í grafískri hönnun. Teknar eru fyrir allar helstu aðferðir og hugtök innan fagsins meðan verið er unnið að verkefnum sem nýta hæfileika nemenda til að vinna úr hugmyndum. Í þessum áfanga er hægt að fá góða hugmynd um það hvað grafísk hönnun er auk þess að fá góða undirstöðu í því [...]

2014-05-22T10:59:48+00:0022. maí 2014|

MYL 6036

Í áfanganum gefst nemendum kostur á að velja í hvaða miðil hann vill vinna allt eftir áhugasviði hvers og eins. Viðfangsefni nemenda geta tengst ákvörðunum þeirra um val á framhaldsnámi. Nemendur fá tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim verksviðum sem þeir þegar hafa nokkra þekkingu á, s.s. teikningu, málun, grafík, skúlptúr, hönnun, kvikmyndun, [...]

2014-04-04T11:04:31+00:004. apríl 2014|

MYL 5148

Áfanginn er kenndur samhliða MYL 4248. Nemandinn velur sér hönnunartengt lokaverk­efni í samráði við kennara. Lagt er upp með skriflega greinargerð á vali verkefnis, for­sendum og markmiðum og vinnuferlið skipulagt með tilliti til þess. Áhersla er áfram lögð á að fylgja eftir þróun hugmyndar að verki. Nemendur vinna í skissum, teikningum í mælikvörðum, ljósmyndum, rýmisteikningum [...]

2014-04-04T11:00:41+00:004. apríl 2014|

MYL 5048

Í áfanganum er áherslan lögð á ferlið frá frumskissu að málverki: Frumskissa, formrænt þróunarferli, litur, málverk. Hvernig hugmyndir þróast og myndverk verður til. Kennt verður að byggja upp upprökrænt þróunarferli sem leiðir til markvissrar niðurstöðu. Ítrekað skal að engin leið er sjálfgefin, að niðurstaðan fæst einungis með tilraunum og verður því markvissari sem fleiri möguleikar [...]

2014-04-04T10:59:40+00:004. apríl 2014|

MYL 4248

Í síðari áföngum rýmishönnunar er dýpkaður fyrirliggjandi skilningur í hugmyndavinnu í þrívíðri hönnun og formrannsóknum. Verkefnin eru lengri og ýtarlegri en nemendur þjálfast í að fylgja verki frá fyrstu hugmynd til lokaniðurstöðu. Nemendur vinna í skissum, teikningum í mælikvörðum, ljósmyndum, rýmisteikningum og líkönum. Áhersla er lögð sem fyrr á listrænan metnað og akademískan hugsunarhátt sem [...]

2014-04-04T10:58:16+00:004. apríl 2014|

MYL 4036

Í áfanganum vinna nemendur á kerfisbundinn hátt með málningu og liti sem og í tölvum. Þeir kynna sér mun á blöndunarþáttum lita og hvernig litur breytist út frá breytingum í tón, blæ eða ljósmagni. Þeir skoða litaandstæður og litasamspil á kerfisbundinn og einfaldan hátt með mögulega táknun og merkingu í huga. Smám saman auka þeir [...]

2014-04-04T10:52:50+00:004. apríl 2014|

MYL 3148

Í áfanganum er lögð áhersla á þrjá meginþætti: Teikningu; sem tjáningarmiðil, notkun mismunandi teikniefna og verkfæra. Myndgreiningu; þar sem nemendur læra að formgreina listaverk og dýpka þar með skilning sinn á sjónrænum forsendum myndlistarverka. Nemendur velja í samráði við kennara myndlistarverk, ung eða gömul, sem þeir rannsaka. Myndbyggingu; þar sem nemendur eru þjálfaðir í að byggja upp myndverk/málverk [...]

2014-04-04T10:50:36+00:004. apríl 2014|

MYL 3136

Markmið áfangans er að rannsaka samspil ljóss og skugga á rýmismyndun. Unnin eru fjölbreytt verkefni í margskonar efnivið þar sem nemendur gera sínar eigin athuganir og þróa áfram skilning á viðfangsefninu. Unnið er með ljósið sem viðfangsefni út frá stærð og lögun ljósopa, ljósmagni, litum, endurkasti, ljós­stefnu, sólarstöðu, árstíma, veðri, umhverfi, notagildi, fagurfræði og rýmis­upp­byggingu. Nemendur [...]

2014-04-04T10:49:51+00:004. apríl 2014|
Go to Top