Þú ert hér:Home|Listir og menning

LIM 2036

Í áfanganum kynnast nemendur menningarumhverfi samtímans og setja það í sam­hengi við söguna og þær hugmyndir sem að baki liggja. Námið byggist á virkri þátttöku nemenda þar sem þeir nýta sér aðstoð kennara við að kynna sér það sem efst er á baugi í menningarlífinu, jafnt hámenningu sem lágmenningu, tísku, hönnun, söfn, sýningarsali, leikhús, kvikmyndir, myndlist, lífsstíl og fjölmiðla. Nemendur kynna síðan niðurstöður sínar hver fyrir öðrum með lifandi og fjölbreyttum hætti þar sem áhersla er lögð á myndræna og lifandi framsetningu með nýtingu sem flestra miðla.

2014-04-04T10:16:44+00:004. apríl 2014|

LIM 1136

Í áfanganum kynnast nemendur tilgátum um skynjun mannsins og fjölbreytta mögu­leika hans til að tjá sig í listum og hönnun. Farið verður í einstaka þætti lista og hönnunar með tilliti til skynjunar, túlkunar, tjáningar, fagurfræði og táknfræði. Nem­endur kanna meðal annars tvívíddarmyndverk (teikningu, málverk, ljósmyndir, prent­hönnun, skjáhönnun), þrívíddarmyndverk (skúlptúr, rýmislist, arkitektúr, hönnun), gerninga, tónlist, dans, kvikmyndir, leiklist og óperu. Fyrri hluta annarinnar eru nem­endur í bóklegu námi en síðari hluta annarinnar stunda þeir sjálfstæða athugun á ýmsum greinum lista og hönnunar í hópvinnu. Umræður um álitamál skipa stóran sess í áfanganum.

2014-04-02T10:17:04+00:002. apríl 2014|