Þú ert hér:Home|Líffræði

LÍF 3036

Í áfanganum vinna nemendur að verkefnum í samráði við kennara. Hver nemandi skili einnar einingar vefsíðuefni eða heimildaritgerð sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum. Nemendur þjálfast í að takast á við margvísleg verkefni, og greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, svo sem í kennslubókum, fjöl­miðlum, fræðiritum og á Netinu, þjálfist í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra að fjöl­breytilegum verkefnum, sýni að þeir geti tengt saman þekkingu úr mörgum fögum og þjálfist í að móta sér sína eigin skoðun studda rökum og niðurstöðum athugana, sinna eigin eða annarra.

2014-04-01T10:07:38+00:001. apríl 2014|

LÍF 2536

Í áfanganum kynnast nemendur sjávarlíffræði, hafrannsóknum og helstu rann­sóknar­tækjum á viðkomandi sviði. Fjallað er um ólífræna þætti sjávar, hryggleysingja, fiska, framleiðnimælingar, rannsóknir og nýtingu á fiskistofnum. Nemendur læra um fiski­göngur, veiðar, veiðarfæri, sjávarspendýr og fiskeldi. Þeir kynnast lífinu í sjónum við Ísland, nýtingu, vexti og viðgangi lífvera sem hafa áhrif á afkomu Íslendinga.

2014-04-01T10:05:22+00:001. apríl 2014|