LÍF 3036

Í áfanganum vinna nemendur að verkefnum í samráði við kennara. Hver nemandi skili einnar einingar vefsíðuefni eða heimildaritgerð sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum. Nemendur þjálfast í að takast á við margvísleg verkefni, og greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, svo sem í kennslubókum, fjöl­miðlum, fræðiritum og á Netinu, þjálfist í [...]

2014-04-01T10:07:38+00:001. apríl 2014|

LÍF 2536

Í áfanganum kynnast nemendur sjávarlíffræði, hafrannsóknum og helstu rann­sóknar­tækjum á viðkomandi sviði. Fjallað er um ólífræna þætti sjávar, hryggleysingja, fiska, framleiðnimælingar, rannsóknir og nýtingu á fiskistofnum. Nemendur læra um fiski­göngur, veiðar, veiðarfæri, sjávarspendýr og fiskeldi. Þeir kynnast lífinu í sjónum við Ísland, nýtingu, vexti og viðgangi lífvera sem hafa áhrif á afkomu Íslendinga.

2014-04-01T10:05:22+00:001. apríl 2014|

LÍF 2036

Í áfanganum er fjallað um sögu erfðafræðinnar, frumuskiptingu, litninga og gen, myndun kynfrumna og frjóvgun og erfðamynstur lífvera. Einnig er fjallað um gerð litninga og hvernig þeir stjórna myndun prótína. Fjallað er um atburðarás við prótínmyndun, stökkbreytingar, litningabreytingar, tíðni og jafnvægi gena í ólíkum stofnum, ásamt sérkennum í erfðum örvera. Fjallað er um helstu aðferðir [...]

2014-04-01T10:04:23+00:001. apríl 2014|

LÍF 1136

Í áfanganum kynnast nemendur vistfræði sem fræðigrein, farið er í aðferðafræði hennar og helstu viðfangsefni. Fjallað er um sérstöðu Íslands og gerðir vistkerfa í sjó, ferskvatni og á landi. Lífrænir og ólífrænir þættir eru teknir fyrir. Gerð er grein fyrir upp­byggingu, orkuflæði og efnahringrásum vistkefa. Fjallað er um líffræðilegan fjöl­breytileika, framvindu, áhrif mannsins á vistkerfi [...]

2014-04-01T10:03:28+00:001. apríl 2014|

LÍF 1036

Í áfanganum er farið í líkamsstarfsemi dýra og plantna. Fjallað er um fæðunám, meltingu, öndun, blóðrás, taugakerfi, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, hreyf­ingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líf­færakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starf­semi en einnig um algengustu frávik. Verklegar æfingar og verkefni í tengslum við [...]

2014-04-01T10:02:20+00:001. apríl 2014|
Go to Top