Þú ert hér:Home|Landafræði

LAN 3036

Í áfanganum kynnast nemendur þeim þáttum sem gera landsvæði misjafnlega byggi­leg, þekki mynstur íbúadreifingar og fólksfjöldaþróun á jörðinni. Þeir beri saman iðnríki og þróunarlönd með tilliti til auðlinda, atvinnuhátta, lífskjara, og menningar­einkenna, og átti sig á hvernig ríki heims mynda efnahagslega heild og geri sér grein fyrir búsetubreytingum í heiminum. Þeir þekki helstu alþjóðastofnanir heims og hlut­verk þeirra og kanni þróunarsamvinnu Íslands og annarra landa. Nemendur kynnist staðtölum um íbúadreifingu og þróun fólksfjölda á jörðinni, breytingar á búsetu­mynstri og borgarvæðingu. Þá verður gerður samanburður á atvinnugreinum á milli ríkja heims, atvinnumöguleikar í þróunarlöndunum kannaðir og, sjálfbær þróun, félagsleg og stjórnmálaleg staða þróunarlanda, þróunarhjálp og þróunarsamvinna skoðuð. Einnig verður fjallað um alþjóðastofnanir.

2014-04-01T10:00:02+00:001. apríl 2014|

LAN 2036

Í áfanganum kynnast nemendur auðlindum Íslands og samanburði við auðlindir annarra landa. Stefnt er að því að þeir geti flokkað auðlindir, þekki helstu orkugjafa í heiminum og kynni sér hagnýtingu jarðefna og orkugjafa. Nemendur kynni sér landbúnað, fiskveiðar og iðnað (framleiðsluatvinnuvegi). Þeir kynni sér einnig flutninga í lofti, á láði og í legi. Þeir kanni umfang verslunar í heiminum og þekki helstu viðskiptabandalög heims og geri sér grein fyrir muninum á verslun og sam­göngum í þróunarlöndum og iðnríkjum. Einnig þekki þeir kenningar um efnahags­þróun. Nemendur fá fræðslu um náttúruauðæfi, auðlindanýtingu, hagnýt jarðefni, orku­gjafa, orkunotkun. Þeir skoði framleiðsluatvinnuvegi, iðnað, samgöngur, verslun og þjónustu í iðnríkjum og þróunarlöndunum, viðskiptabandalög, umfang heims­verslunar, þróunarsamvinnu, kenningar um efnahagsþróun, vaxtarsvæði, kjarnasvæði og jaðarsvæði.