JAR 3036

Í áfanganum velur hver nemandi milli þess að vinna að vefsíðugerð og/eða heimildaritgerð, sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið jarðfræðinnar. Nemendur vinna sjálfstætt og í hópum. Nemandinn samþættir þá þekkingu og færni, sem hann hefur aflað sér í fyrri jarðfræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausnarefnum [...]

2014-05-22T10:19:15+00:0022. maí 2014|

JAR 1036

Í áfanganum læra nemendur um helstu gerðir eldstöðva og mismunandi eldvirkni þeirra. Farið er í storkubergsmyndanir, bergtegundir og steindir, jarðskjálfta, jarð­skjálftabylgjur, jarðskjálftaspár og tjón af völdum jarðskjálfta, landmótun sem stjórnast af útrænum öflum s.s., vatnsföll, jöklar, sjór og vindur. Þá er ferið í mis­munandi gerðir vatnsfalla, rennslishætti, landmótun og vatnasvæði, myndun og gerð jökla, hafið [...]

2014-03-27T15:53:56+00:0027. mars 2014|

JAR 2136

Í áfanganum læra nemendur að þekkja lofthjúp jarðar og að útskýra þá krafta sem stýra hreyfingum lofts, alla flokka skýja. Þeir geti spáð fyrir um veðrabreytingar, noti og teikni veðurkort, geti gert grein fyrir tengslum veðurfars og gróðurbelta, þekki einkenni og áhrif hafstrauma. Einnig geti þeir fjallað um ástand, eiginleika og mikil­vægi sjávar fyrir Ísland. [...]

2014-03-27T15:52:49+00:0027. mars 2014|

JAR 2036

Í áfanganum læra nemendur almenna jarðsögu, Helstu atriði eru: uppruni og myndun jarðar, tímatal, aldursákvarðanir, jarðsögutaflan, jarðskorpuhreyfingar, loftslags­breyt­ingar, þróun lífvera og massadauði lífvera. Fjallað er um landrek, plötukenning­una og jarðfræði einstakra svæða með tilliti til landreks, heita reitiog kenningar um uppruna kviku. Opnun N- Atlantshafs og myndun Íslands. Jarðsaga Íslands: Aldur landsins, eldvirkni ákveðinna svæða, [...]

2014-03-27T15:51:31+00:0027. mars 2014|
Go to Top