ÍSL 6236

Í áfanganum er horft á kvikmyndir allt frá upphafi kvikmyndagerðar til okkar daga. Sýndar verða 8-10 myndir í fullri lengd auk brota úr mörgum myndum. Farið verður yfir kvikmyndamálið sjálft og helstu hugtök sem tengjast því s.s. ólíkar gerðir klippinga, hreyfingu tökuvélar, innrömmun o.fl. Rætt verður um helstu stefnur og áhrifavalda sem mótað hafa kvikmyndir, [...]

2014-05-22T09:25:27+00:0022. maí 2014|

ÍSL 1936

Nám í íslensku á þessari braut tekur eitt ár. Áfanginn ISL1936 er kenndur á haustönn og ISL2936 á vorönn. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar. Þeir lesi stutta texta, smásögur og blaðagreinar. Nemendur fái þjálfun í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Þeir læri undirstöðuhugtök í ljóðgreiningu, málfræði [...]

2014-05-22T09:18:08+00:0022. maí 2014|

ÍSL 6636

Nemendur semja margvíslegan texta t.d.smásögur, ljóð og leikrit auk þess sem þeir eru þjálfaðir í að beita málinu á frjóan og frumlegan hátt með ýmsum textaæfingum. Nemendur lesa líka ljóð, leikrit og smásögur eftir íslenska höfunda og kynna verk og höfunda í tímum.

2014-03-21T15:08:05+00:0021. mars 2014|

ÍSL 6336

Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun íslenskra barna-og unglingabókmennta og fræðast um mál og menningarheim barna: máltöku, málþroska og ritun barna. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir þekkingu sinni munnlega og skriflega.

2014-03-21T14:47:19+00:0021. mars 2014|

ÍSL 6136

Nemendur lesa a.m.k. eina íslenska skáldsögu og önnur styttri verk í tengslum við hana. Farið verður í helstu bókmenntafræðileg hugtök í og reynt að kryfja verkin til mergjar. Sérstaklega er fjallað um þau tímabil í bókmenntasögunni sem verkin til­heyra. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd þessum verkum. Auk þess er lesið a.m.k. eitt þýtt skáldrit, skáldsaga [...]

2014-03-21T14:39:39+00:0021. mars 2014|

ÍSL 6036

Í áfanganum eru rifjuð upp megineinkenni íslenska hljóðkerfisins. Farið er yfir íslensk­ar mállýskur og málfarsmun og nemendur kynnast félagslegum málvísindum. Skyld­leiki tungumála er tekinn fyrir og ýmis einkenni tungumála skoðuð, einkum þeirra sem nemendur hafa lært. Í áfanganum eru einnig skoðuð einstök atriði íslenskrar málsögu.

2014-03-21T14:38:02+00:0021. mars 2014|

ÍSL 5036

Í áfanganum lesa nemendur bókmenntir og bókmenntasögu frá upphafi 20. aldar fram á okkar daga. Þeir kynnast helstu höfundum og verkum þeirra og tengja straumum og stefnum í þjóðfélags- og menningarmálum. Nemendur greina og túlka ljóð, smásögur og skáldsögur og farið er yfir helstu hugtök bókmenntagreiningar. Farið er í leikhús og horft á kvikmyndir sem [...]

2014-03-21T14:36:25+00:0021. mars 2014|

ÍSL 4036

Í áfanganum er farið yfir efni frá lærdómsöld, upplýsingaröld, rómantíska tímabilinu og tíma raunsæis. Lögð er áhersla á tengsl bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum til aldamótanna 1900. Athugað er sérstaklega hvernig bókmenntatextar tímabilanna endurspegla þá þjóðfélagsgerjun, strauma og stefnur sem einkenna hvert þeirra. Eitt bókmennaverk, sem fjallar um þennan tíma, er krufið. Nemendur fá tækifæri [...]

2014-03-21T14:33:39+00:0021. mars 2014|

ÍSL 3036

Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir frá upphafi til siðaskipta, bæði laust mál og bundið. A.m.k. ein löng Íslendinga saga er lesin og tvö til fjögur Eddukvæði. Auk þess er farið yfir ýmsa aðra texta og fjallað rækilega um bókmenntasögu tímabilsins. Nemendur tjá sig í ræðu og riti um fornbókmenntir og fá þjálfun [...]

2014-03-21T14:27:30+00:0021. mars 2014|

ÍSL 2936

Íslenska á framhaldsskólabraut Áfanginn er heilsárs áfangi, ISL1936 er kenndur á haustönn og ISL2936 á vorönn. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti  kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar. Þeir lesi stutta texta, smásögur og blaðagreinar. Nemendur fái þjálfun í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Þeir læri undirstöðu hugtök í ljóðgreiningu, málfræði og stafsetningu. [...]

2014-03-21T14:05:06+00:0021. mars 2014|
Go to Top