HÚÐ 1024

Nemendur læra um algengustu húðsjúkdóma og orsakavalda þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í hugsanlega meðferð hjá lækni og hvernig slíkt fer saman við með­höndlun á snyrtistofu. Nemendur læra að þekkja einkenni húðsjúkdóma, orsök og helstu meðferðarúrræði við: akne og rósroð, exem og psoriasis, veirusýkingum, bakteríu­sýkingum og sveppasýkingum, kláðamaur og lús, litabreytingum í húð, aukningu og skorti á litarefnum húðar, helstu æðabreytingum í húð, næmi, fæð­ing­ar­blettum, góðkynja og illkynja æxlisvexti í húð, ofsakláða og hreisturhúð.