Þú ert hér:Home|Hjúkrunarfræði

HJU 3036

Í áfanganum er fjallað um líkamlega, andlega og félagslega þætti sem tengjast innlögn á spítala. Fjallað er um umönnun aðgerðasjúklinga, athuganir, eftirlit og skráningu. Fjallað er um umönnun sjúklinga með hjartabilun, hjartaöng, kransæðastíflu og háþrýsting. Nemendur læra um umönnun sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum, s.s. lungnabólgu, berkjubólgu, asthma og ofnæmi. Einnig fjallað um ofnæmislost. Umönnun sjúklinga með sjúkdóma í þvagfærum s.s. blöðrubólgu, nýrnabólgu, nýrnasteina, nýrnabilun og stækkaðan blöðruhálskirtil. Umönnun sjúklinga með sjúkdóma í meltingafærum s.s. kviðverki, botnlangabólgu, bólgusjúkdóma í ristli og þörmum, magasár/blæðandi magasár, gallsteina og kviðslit. Einnig um umönnun sjúklinga með lifrarbólgur og þarmalömun. Umönnun sjúklinga með sjúkdóma í stoð- og hreyfikerfi, s.s. brot, aflimanir og gigt. Umönnun sjúklinga með sjúkdóma í þekjukerfi s.s. fótasár, exem, psoriasis og bruna.

2014-05-02T09:33:46+00:002. maí 2014|

HJU 1036

Í áfanganum er fjallað um hugtök og hugmyndir sem tengjast aðhlynningu sjúkra á sjúkrastofnunum. Nemendur kynnast kenningum V. Henderson og Maslows. Fjallað um hjúkrunarhugtakið, mannleg samskipti, tjáskipti og trúnað. Fjallað um áhrif rúmlegunnar á sjúklinginn og helstu fylgikvilla hennar, um sársauka og mismunandi verkjaskynjun. Nemendur fá fræðslu um svefn og hvíld og læra grunnþætti almennrar hjúkrunar. Dæmi um efnisatriði: Blóðþrýstingur hiti, , púls, hjúkrun sjúklinga með ógleði, uppköst, niðurgang, hægðatregðu, bjúg, þurrk og öndunarerfiðleika. Einnig er fjallað um trúarþarfir sjúklinga.

2014-05-02T09:31:47+00:002. maí 2014