HJU 3036

Í áfanganum er fjallað um líkamlega, andlega og félagslega þætti sem tengjast innlögn á spítala. Fjallað er um umönnun aðgerðasjúklinga, athuganir, eftirlit og skráningu. Fjallað er um umönnun sjúklinga með hjartabilun, hjartaöng, kransæðastíflu og háþrýsting. Nemendur læra um umönnun sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum, s.s. lungnabólgu, berkjubólgu, asthma og ofnæmi. Einnig fjallað um ofnæmislost. Umönnun [...]

2014-05-02T09:33:46+00:002. maí 2014|

HJU 1036

Í áfanganum er fjallað um hugtök og hugmyndir sem tengjast aðhlynningu sjúkra á sjúkrastofnunum. Nemendur kynnast kenningum V. Henderson og Maslows. Fjallað um hjúkrunarhugtakið, mannleg samskipti, tjáskipti og trúnað. Fjallað um áhrif rúmlegunnar á sjúklinginn og helstu fylgikvilla hennar, um sársauka og mismunandi verkjaskynjun. Nemendur fá fræðslu um svefn og hvíld og læra grunnþætti almennrar [...]

2014-05-02T09:31:47+00:002. maí 2014|

HJV 1036

Í áfanganum er nemendum kennt með dæmum og æfingum. Fjallað er um skjólstæðinga sjúkrastofnana á öllum aldri, sjúkrastofu, vinnuumhverfi, ýmis hjúkrunargögn og hjálpartæki. Kenndur er umbúnaður og persónuleg hirðing. Eftirlit og athuganir s.s. hiti, púls, öndun og blóðþrýstingur. Fjallað er um umgengni við sterila hluti. Einfaldar sýnatökur kenndar. Farið í smitgát og sýkingavarnir. Stefnt er [...]

2014-03-11T15:53:37+00:0011. mars 2014|

HJU 5036

Nemendur taka VIN 305 samhliða hjú 503. Hjú 503 er fimmti og síðasti hjúkrunaráfanginn með áherslu á samspil fjölskyldunnar og samfélagsins.. Fjallað er um hugtök og kenningar í fjölskylduhjúkrun og farið í kenningar um þroskaferil einstaklingsins og fjölskyldunnar. Hugtök og kenningar í tengslum við barneignir eru kynntar, fjallað er um eðlilega meðgöngu,fæðingu og sængurlegu og [...]

2014-03-11T15:51:55+00:0011. mars 2014|

HJU 4036

Í áfanganum er fjallað um hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga eftir slys. Gerð er grein fyrir ástandi sem getur leitt til missis líkamshluta og fjallað er um breytta líkamsímynd. Farið er í helstu rannsóknir sem gerðar eru á sjúklingum fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um mismunandi undibúning sjúklinga [...]

2014-03-11T15:50:38+00:0011. mars 2014|

HJU 2036

Í áfanganum kynnast nemendur öldrunarþjónustu á Íslandi og einstaklingshæfðri hjúkrun. Fjallað er um líkamlega, andlega og félagslega öldrun og hvernig sjúkdómsmyndir birtast hjá öldruðum. Áhrif stofnanavistunar á einstaklinginn og ýmis þroskaverkefni aldraðra tengd einmanaleika, missi, sorg og sorgarviðbrögðum eru tekin fyrir. Nemendur fræðast um einkenni einstakra sjúkdóma, meðferð og umönnun tengda þeim s.s. heilabilun, Alzheimer, [...]

2014-03-11T15:41:27+00:0011. mars 2014|
Go to Top