Þú ert hér:Home|Handsnyrting

HAS 3024

Í áfanganum læra nemendur um gervineglur, efnisgerð og ásetningu. Nemendur læra að setja á mismunandi gervineglur og naglaskraut. Fagbóklegt nám fer fram jafnhliða verklegu. Nemendur læra um mismunandi efni sem notuð eru í gervineglur eins og t.d. hunangs-, akrýl-, silki- og gelneglur. Þeir þekkja mismunandi ásetningu gervi­nagla eftir tegundum. Nemendur læra að nota mismunandi áhöld og tæki sem notuð eru við ásetningu gervinagla og þekki tilgang og áhrif efna sem notuð eru með gervi­nöglum.

2014-03-11T15:23:56+00:0011. mars 2014|

HAS 2012

Í áfanganum er farið í greiningu handa og nagla og dýpkuð þekking nemandans á snyrtingu handa og nagla með áherslu á húð- og naglavandamál og snyrtivörur tengdar naglavandamálum. Nemendur öðlast viðbótarþjálfun í verklegri hand­snyrtingu. Nemendur læra um greiningu handa og nagla og geta valið snyrtivörur í samræmi við hana. Nemendur þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi meðferð fyrir hendur og neglur, notkun paraffinvax og notkun þess við handsnyrtingu. Nemendur fá fræðslu um algengustu nagla- og húðsjúkdóma handa.

2014-03-11T15:22:23+00:0011. mars 2014|