FÖR 3024

Í áfanganum er farið í förðun fyrir svart/hvítar- og litljósmyndir, förðun frá mismunandi tímabilum sögunnar, samkvæmisförðun og notkun lýtafarða. Áhersla er lögð á skilning á mismunandi förðun þar sem sýna þarf hæfni í litavali og skyggingum andlitsins. Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnu­bragða. 

2014-05-22T09:07:03+00:0022. maí 2014|

FÖR 2024

Í áfanganum er skilgreindur munur á mismunandi förðun eftir tilefnum. Kennd er förðun með tilliti til gleraugnanotkunar og aldurs. Lögð er áhersla á mismunandi skyggingar í kvöld-, brúðar/brúðguma- og leiðréttingarförðun og förðun í samræmi við andlitsgreiningar. Nemendur öðlast dýpri skilning á grunnförðun að viðbættum sértækari verkþáttum.

2014-05-22T09:05:13+00:0022. maí 2014|

FÖR 1112

Í áfanganum er farið í sögu förðunar og tísku frá fornu fari til nútímans. Lögð er áhersla á að gera grein fyrir mismunandi andlitslagi fólks, húð-, augn- og háralit og mismunandi þörfum einstaklings. Fjallað er um hlutverk förðunar og áhersla lögð á efnislega þekkingu förðunarvara. Í áfanganum læra nemendur um einkenni förðunar og tísku frá [...]

2014-05-22T08:58:56+00:0022. maí 2014|

FÖR 1012

Í áfanganum læra nemendur verklag við einfalda förðun þar sem lagður er grunnur fyrir meiri skyggingar. Grunnfarðað er með farða, hyljara, púðri, augnskugga, augnblýanti, augnhára- og augabrúnalit, varablýanti og varalit. Áhersla er lögð á að farða í samræmi við andlitsgreiningu og vöruþekkingu.

2014-03-10T15:44:42+00:0010. mars 2014|
Go to Top