FLM 3036

Verkefnavinna nemandans er veigamesti þátturinn í áfanganum og segja má að kunn­áttan komi fram í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu hvers verkefnis fyrir sig. Hér er um lokaáfanga að ræða og gerð er krafa um staðgóða undirstöðukunnáttu. Nemendur dýpka þekkingu sína með fræðilegri umfjöllun um hlutverk og gildi fjölmiðla í þjóðfélaginu með lestri, viðtölum og vettvangsferðum. [...]

2014-03-10T13:59:41+00:0010. mars 2014|

FLM 2136

Í áfanganum er fjallað um fjölmiðla frá tilkomu fyrstu tímarita og dagblaða og fram til okkar daga. Fjallað er um félagsleg og stjórnmálaleg áhrif fjölmiðla og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina. Kannað er forræði yfir fjölmiðlum, staða þeirra sem „fjórða valdsins“ og hvaða ytri og innri þættir hafa áhrif á fréttamat þeirra og [...]

2014-03-10T13:50:00+00:0010. mars 2014|

FLM 2036

Áhersla lögð á ljósvakamiðla. Áfanganum er skipt í þrjá efnisþætti: kyrrmynd, kvik­mynd og sýndarveruleika netheima. Nemendur gera ýmsar verklegar æfingar, s.s. mynd­bandsverkefni, ljósmyndaverkefni, kvikmyndaverkefni og margmiðlunar­verkefni. Nemendur skipta með sér verkefnum áfangans og kynna niðurstöður sínar fyrir hópnum.

2014-03-10T13:48:23+00:0010. mars 2014|

FLM 1036

Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlafræði. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögu­legu og fræðilegu samhengi. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Samhliða bóklegu námi er áhersla lögð á að nemendur leysi [...]

2014-03-10T13:45:16+00:0010. mars 2014|
Go to Top