Þú ert hér:Home|Fjölmiðlafræði

FLM 3036

Verkefnavinna nemandans er veigamesti þátturinn í áfanganum og segja má að kunn­áttan komi fram í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu hvers verkefnis fyrir sig. Hér er um lokaáfanga að ræða og gerð er krafa um staðgóða undirstöðukunnáttu. Nemendur dýpka þekkingu sína með fræðilegri umfjöllun um hlutverk og gildi fjölmiðla í þjóðfélaginu með lestri, viðtölum og vettvangsferðum. Hver nemandi velur sér síðan eitt viðamikið umfjöllunarefni og/eða nokkur smærri verkefni sem hann vinnur undir handleiðslu kennarans. Ýmist getur verið um ein­staklings- eða hópverkefni að ræða. Æskilegt er að nemendur sérhæfi sig í þessum verk­efnum og velji eitt eða tvö eftirtalinna: dagblöð/tímarit, ljósvakamiðil, kvik­

2014-03-10T13:59:41+00:0010. mars 2014|

FLM 2136

Í áfanganum er fjallað um fjölmiðla frá tilkomu fyrstu tímarita og dagblaða og fram til okkar daga. Fjallað er um félagsleg og stjórnmálaleg áhrif fjölmiðla og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina. Kannað er forræði yfir fjölmiðlum, staða þeirra sem „fjórða valdsins“ og hvaða ytri og innri þættir hafa áhrif á fréttamat þeirra og umfjöll­unarefni. Fjallað er um blöð, tímarit og netmiðla. Gerður er samanburður á eðli þessara miðla.Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur skili verkefnum í frétta- og greinastíl. Áhersla er lögð á skapandi skrif og að unnið sé með faglegum hætti við fréttaskrif, greinaskrif, viðtalstækni og ljósmyndun.

2014-03-10T13:50:00+00:0010. mars 2014|