Þú ert hér:Home|Félagsfræði

FÉL 4036

Í áfanganum er fjallað um rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Nemendur fá þjálfun í að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísinda og beita þeim í nokkrum mæli. Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda í því ljósi. Þá verður rætt um kosti þeirra og galla. Bornar verða saman megindlegar og eigindlegar rannsóknir, tengsl þeirra við kenningar skoðuð og hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum um eðli þekkingar innan félagsfræðinnar. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknar­ferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna.

2014-05-22T08:25:36+00:0022. maí 2014|

FÉL 3036

Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í umræðu um stjórnmál. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átakaefni í íslenskum stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum. Fjallað er um stjórnmálafræði sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni. Nemendur læra að greina helstu hug­myndafræðistrauma stjórnmálanna. Þeir læra um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greini lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðis­stjórnmálum til stéttastjórnmála og til þeirrar margbreytni sem nú einkennir íslensk stjórnmál.

2014-05-22T08:24:14+00:0022. maí 2014|