FÉL 4036

Í áfanganum er fjallað um rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Nemendur fá þjálfun í að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísinda og beita þeim í nokkrum mæli. Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda í því ljósi. Þá verður rætt um kosti þeirra og galla. Bornar verða saman [...]

2014-05-22T08:25:36+00:0022. maí 2014|

FÉL 3036

Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í umræðu um stjórnmál. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átakaefni í íslenskum stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum. Fjallað er um stjórnmálafræði sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í [...]

2014-05-22T08:24:14+00:0022. maí 2014|

FÉL 2636

Efni áfangans er kynjafræði. Í þessum áfanga fá nemendur meðal annars kynningu á kynjafræði og jafnréttisbaráttu. Fjallað verður um skólagöngu, vinnumarkað, fjölmiðla, heilsufar, ofbeldi og stjórn­kerfi út frá kynferði. Í áfanganum munu nemendur meðal annars rýna í fjölmiðla, kvikmyndir og bækur. Vændi, klámvæðing, kynbundið ofbeldi, tíska, líkamsímyndir og staðalmyndir eru efni sem einnig verða tekin fyrir.

2014-05-22T08:22:46+00:0022. maí 2014|

FÉL 2236

Efni áfangans er afbrotafræði. Farið verður í sjónarhorn og viðfangsefni afbrotafræðinnar. Áhersla verður lögð á umræður um mál er tengjast fráviks- og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrot á Íslandi verða skoðuð, meðal annars fíkniefnabrot, ofbeldisbrot, morð og glæpir án fórnarlamba. Viðbrögð samfélagsins verða skoðuð svo og formleg og óformleg refsing. Sérstök umfjöllun um [...]

2014-05-22T08:20:19+00:0022. maí 2014|

FÉL 1036

Í áfanganum fá nemendur undistöðuþekkingu á grunnþáttum íslenska samfélagsins og eiga að geta borið það saman við nokkur önnur samfélög nær og fjær. Nemendur fá fræðslu um áhrif samfélags á einstaklinginn og einstaklings á samfélagið og hvernig hann getur haft áhrif á samfélagið. Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsvísinda. Lögð [...]

2014-04-22T09:31:17+00:0022. apríl 2014|

FÉL 5036

Í áfanganum er fjallað um rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Nemendur fá þjálfun í að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísinda og beita þeim í nokkrum mæli. Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda í því ljósi. Þá verður rætt um kosti þeirra og galla. Bornar verða saman [...]

2014-03-06T15:34:12+00:006. mars 2014|

FÉL 3136

Í áfanganum kynnast nemendur efnahagslegum og félagslegum vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja. Nemendur kynan sér málefni sem tengjast samfélgöum þriðja heimsins. Þeir kynnast mismunandi hugmyndum um skiptingu heimsins, einkum tvískiptingu hans í þróuð lönd og vanþróuð. Þeir læra um mismunandi hugmyndir að baki þeim hugtökum sem eru notuð yfir þróunarlönd, svo [...]

2014-03-06T15:16:38+00:006. mars 2014|

FÉL 2036

Kennsluáætlanir Í áfanganum fá nemendur þjálfun í notkun á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og eiga að geta beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar. [...]

2014-03-06T15:01:58+00:006. mars 2014|
Go to Top