Þú ert hér:Home|Fatahönnun

FAT 505A

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þemavinnu og nýti sér þekkingu og færni úr fyrri áföngum. Nemendur hanna heildstæða fatalínu sem þeir kynna svo með tískusýningu sem þeir sjá um að auglýsa og skipuleggja. Lögð er áhersla á hönnunar- og hugmyndavinnu og að nemendur geti útfært hugmyndir sínar í fullgerðar flíkur. Nemendur fylgja skipulögðu vinnuferli í formi dagbókar og hugmyndamöppu. Í áfanganum fer því saman hugmynda- og hönnunarvinna, tilraunir, sníðagerð og saumavinna ásamt öllu því sem huga þarf að við undirbúning tískusýningar. Í lok áfangans skila nemendur safnmöppu (portfolio) með sinni hönnunar/fatalínu. Farnar eru vettvangsferðir tengdar námsefninu.

2014-03-06T14:53:23+00:006. mars 2014|

FAT 4036

Nemendur læra að teikna snið fyrir klassískan fóðraðan jakka og sauma prufuflík. Lögð er áhersla á persónulega og skapandi hönnun við gerð á jakka sem felst í skissuvinnu, lokateikningu og vinnuskýrslu er sýnir ferli hönnunar frá hugmynd að fullgerðri flík. Í óhefðbundinni formun (drapering) eru flíkur unnar í ½ stærð á gínur.

2014-03-06T14:51:26+00:006. mars 2014|