ENS 2124

Gert er ráð fyrir að nemendur geti unnið nokkuð sjálfstætt, hvort heldur í hópum eða að einstaklings­verkefnum. Lestur almennra og sérhæfðra texta, t.d. texta sem snerta fagsvið nemenda. Áfram­hald­andi vinna með orðabækur og önnur hjálpargögn, svo sem gagnasöfn í tölvum, á Netinu, upp­fletti­rit o.s.frv. Markvissar hlustunar- og talæfingar sem miða að því að auka tjáskiptafærni [...]

2014-05-22T08:50:02+00:0022. maí 2014|

ENS 0006

Þessi áfangi er að mörgu leyti upprifjun á þeirri ensku sem kennd er í grunnskóla. Þannig eru undir­stöðuatriði enskrar málfræði og málnotkunar rifjuð upp. Lestextar eru valdir með hliðsjón af hæfni og getu nemenda. Í þeirri vinnu læra nemendur notkun orðabóka og að nýta sér þær til textaskilnings. Áhersla er lögð á að byggja upp [...]

2014-05-21T13:49:13+00:0021. maí 2014|

ENS 7036

Í þessum áfanga er lögð áhersla á þemavinnu af ýmsu tagi og / eða sérhæfð verkefni þar sem gerðar eru auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemandans

2014-03-05T15:02:37+00:005. mars 2014|

ENS 6036

Í áfanganum er lögð áhersla á að vinna áfram með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum og leggja áherslu á alla færniþættina í náminu. Áfram er unnið að því að gera málnotkun nemenda markvissari og fágaðri. Í þessum áfanga er lítillega fjallað um málsögu og uppbyggingu og þróun málsins. Auk þess [...]

2014-03-05T15:01:13+00:005. mars 2014|

ENS 5036

Í áfanganum er lögð sérstök áhersla á ritun og lestur vandaðra bókmennta. Auk þess er unnið með ensku sem alþjóðamál og algengustu afbrigði málsins eftir búsetu, menntun og stétt. Lestextar, hlustunar- og myndbandsefni ættu að endurspegla með sem bestum hætti menningu og mannlíf ólíkra málsvæða og sýna fjölbreytileika hinnar ensku tungu. Hér er fengist við [...]

2014-03-05T14:59:45+00:005. mars 2014|

ENS 4436

Í þessum áfanga verða teiknimyndasögur skoðaðar sem alvöru bókmenntir og þróun þeirra rakin með áherslu á samfélagið sem birtist í þeim og hinn afkastamikla iðnað sem teiknimyndasögurnar eru í dag. Nemendur munu ekki einungis lesa teiknimyndasögur heldur líka um þær og skrifa og tala um teiknimyndasögur. Farið verður yfir nokkrar sögur og greinar teiknimyndasögunnar. Nemendur [...]

2014-03-05T14:57:55+00:005. mars 2014|

ENS 4236

Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm skáldsögur á ensku. Að minnsta kosti þrjár eiga að vera af bókalista og tvær mega nemendur velja sjálfir en kennari verður að sjá þær og samþykkja. Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið – [...]

2014-03-05T14:56:07+00:005. mars 2014|

ENS 4036

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytilega texta, t.d. greinar úr fagbókum og tíma­ritum, rannsóknaskýrslur og bókmenntaverk. Áframhaldandi kynning á menningu ensku­mælandi landa. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti, geti rökstutt skoðanir sínar og tileinkað sér nýjan orðaforða. Áhersla er lögð á sjálfstæð [...]

2014-03-05T14:53:46+00:005. mars 2014|

ENS 3036

Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra (geti “lesið á milli línanna”). Lesin eru bók­menntaverk og túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bók­menntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir [...]

2014-03-05T14:50:30+00:005. mars 2014|

ENS 2936

Þetta er heilsársáfangi; ENS1936 er kenndur á haustönn og 2936 á vorönn. Þetta nám er ætlað nemendum sem ekki hafa staðist lágmarkskröfur í ensku við lok grunnskóla og einnig nemendum af innflytjendabraut sem hafa lítinn grunn í ensku. Markmið Að rifja upp grundvallaratriði enskrar tungu, þar með bæði málfræði og orðaforða. Að auka sjálfstraust nemenda [...]

2014-03-05T14:47:52+00:005. mars 2014|
Go to Top