Þú ert hér:Home|Efnafræði

EFN 3136

Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Sérkenni lífrænna efna eru skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketón, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, eterar og amín. Yfirlit yfir helstu hvörf og eðliseiginleika þessara efnaflokka. IUPAC-nafnakerfið, byggingarísómerur, rúmísómerur, byggingarformúlur, mólikúlformúlur, reynsluformúlur, hendin kolefni og hendnar sameindir.

2014-03-03T11:37:25+00:003. mars 2014|

EFN 3036

Í áfanganum er fjallað áfram um efnajafnvægi. Þá er fjallað um sjálfgengi efnahvarfa, um sýrur og basa og helstu þætti sýru-basahvarfa. Loks er fjallað um oxunar-afoxunarhvörf og farið inn á svið rafefnafræðinnar. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Jafnvægislögmálið, leysni salta, leysnimargfeldi. Fríorkubreyting, hvarfavarmi, óreiðubreyting og sjálfgengi efnahvarfa. Sýrur og basar, rammar og daufar sýrur, rammir og daufir basar, sýrufasti, basafasti, sýru-basahvörf, pH, jafnalausnir, sýru-basatítrun. Oxunar-afoxunarhvörf, hálfhvörf, rafeindaflutningur, oxunartölur, oxari, afoxari, rafefnafræði, galvaníhlöður, rafgreiningarhlöður, staðalspenna, íspenna og fríorkubreyting, ryðmyndun og ryðvarnir.

2014-03-03T11:36:06+00:003. mars 2014|