EFN 3136

Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Sérkenni lífrænna efna eru skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketón, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, eterar og amín. [...]

2014-03-03T11:37:25+00:003. mars 2014|

EFN 3036

Í áfanganum er fjallað áfram um efnajafnvægi. Þá er fjallað um sjálfgengi efnahvarfa, um sýrur og basa og helstu þætti sýru-basahvarfa. Loks er fjallað um oxunar-afoxunarhvörf og farið inn á svið rafefnafræðinnar. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Jafnvægislögmálið, leysni salta, leysnimargfeldi. Fríorkubreyting, hvarfavarmi, óreiðubreyting og sjálfgengi efnahvarfa. Sýrur og basar, rammar og daufar [...]

2014-03-03T11:36:06+00:003. mars 2014|

EFN 2036

Í áfanganum er fjallað er um samband hita, þrýsings, rúmmáls og efnismagns fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFN 1036. Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum svo sem hvarfavarma og hraða efnahvarfa. Lagður verður grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu. [...]

2014-02-26T12:09:20+00:0026. febrúar 2014|

EFN 1236

Í áfanganum er fjallað um ólífræna efnafræði, einkum það sem snýr að efnatengjum, nafngiftareglum og útreikningum á magni efna og styrk lausna. Auk þess sem fjallað er um sýrur, basa, lausnir og hraða efnahvarfa. Í lífrænni efnafræði er farið í helstu flokka lífrænna efna og nafngiftareglur lífrænna efna. Fjallað er um helstu efni sem notuð [...]

2014-02-26T12:07:51+00:0026. febrúar 2014|

EFN 1036

Í áfanganum er fjallað er um uppbyggingu atómsins. Lotukerfið er notað til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Fjallað er um mólhugtakið og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Loks er fjallað lítillega um oxun-afoxun, sýrur og basa. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Atómið [...]

2014-02-26T12:07:04+00:0026. febrúar 2014|
Go to Top