Þú ert hér:Home|Eðlisfræði

EÐL 1036

Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, skrið­þungalögmálinu, orkuvarðveislu og ljósfræði og eiginleikum efnis. Áhersla er lögð á verk­efnavinnu og verklegar tilraunir og nákvæma framsetningu niðurstaðna þeirra. Einnig á leikni í dæmareikningi og notkun á jöfnum og uppsetningu vandamála sem leysa skal. Nemendur skila bæði úrvinnslu úr tilraunum og verkefnablöðum reglulega. Lögð er áhersla á sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Dæmi um efnisatriði áfangans: Tregða og þrjú lögmál Newtons, kraftar; núnings­stuðull, massi, þyngd, vinna, orka; nýtni véla, jafngildi massa og orku; skriðþungi, árekstrar, atlag, lokað kerfi, varðveisla skriðþunga, bakslag; ástandsform efnis, vökvi, kristölluð og myndlaus efni, þéttleiki, lögmál Hookes, þrýstingur í vökva og lofti, uppdrif, lögmál Arkimedesar; speglun ljóss, brennivídd, spegilformúlan, bylgjustafn, ljósbrot, brotstuðull, ljóshraði, lögmál Snells, fullkomið endurvarp, markhorn, geisla­gangur í linsum, linsuformúlan.

2014-05-21T13:09:37+00:0021. maí 2014|

EÐL 5036

Í áfanganum er farið yfir eðlisfræði snúnings: Hornhraða, hornhröðun, rúmhorn, hverfitregðu og hverfiþunga. Einnig er farið yfir skilyrði fyrir stöðujafnvægi hlutar, vektorframsetning krafta og vægis, kraftvægi og hverfitregðu, orka vegna snúnings í raf- og segulsviði, hreyfiorka vegna snúnings, hlutfall hreyfi og snúningsorku stinns hlutar. Þá verður farið í geymin og ógeymin kraftsvið; vinnu sem ferilheildu í lögmál hverfiþunga í atóminu, tengsl við brautarhverfiþunga og spuna rafeindar; svarthlutageislun og lögmál Stefan-Boltzmann´s og Wien´s; orkuróf sveifils; sveiflur, tengsl sveiflu og hringhreyfingar, Vökvaaflfræði, Varmafræði, hreyfifræði gassameina, lögmál varmafræðinnar og varmavélar. Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem hyggja á framhaldsnám í tækni og raungreinum og vilja styrkja undirstöðuþekkingu sína.