Þú ert hér:Home|Andlitsmeðferð

AND 2036

Í áfanganum læra nemendur verklag við rafrænar meðferðir, djúphreinsun og andlitsmaska. Þeir öðlast viðbótarþjálfun í grunnþáttum húðmeðferðar ásamt litun augnhára og augabrúna. Lögð er áhersla á að kenna samþætt markmið í meðferð með tilliti til húðgerðar og frábendinga. Samhliða: AND2124

2014-05-22T08:42:57+00:0022. maí 2014|

AND 4036

Í áfanganum tileinka nemendur sér nýjungar í húðhirðu og fá tækifæri til að kynnast sérmeðferðum og tækjum sem hægt er að nota við andlitsmeðhöndlun. Nemendur kynnast vöðastyrkjandi meðferð, blöndun ýmiss konar rafstraums við meðhöndlun og efni sem eru notuð við ýmiss konar sérmeðhöndlun húðar. Nemendur kynnast aðferðum við húðslípun með kristöllum og hita-gúmmi og kollagenmaska. Gerð er grein fyrir forsendum fyrir vali á sérmeðferð fyrir viðskiptavin.

2014-03-03T13:28:48+00:003. mars 2014|

AND 3124

Í áfanganum læra nemendur um jurtir og notkun þeirra í húðmeðferð, ilmolíur og virkni sérmeðhöndlunar. Áhersla