Nemendur á tölvubraut FB gerðu sér lítið fyrir hrepptu annað og þriðja sætið í Beta deild í forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í HR. Það var MR sem lenti í fyrsta sæti. Lið okkar sem var í öðru sæti var skipað þeim Degi Benjamínssyni, Elvari Árna Bjarnasyni og Ingvari Óla Ögmundssyni. Í liði okkar sem lenti í þriðja sæti voru þeir Kjartan Óli Ágústsson og Samúel Arnar Hafsteinsson. Til hamingju nemendur og kennarar tölvubrautar með glæsilegan árangur! Áfram FB!