Grétar Víðir Reynisson nýnemi lenti í 2. sæti af 118 keppendum á neðra stigi í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Forkeppnin fór fram í haust í framhaldsskólunum og keppt var á efra og neðra stigi. Í gær fengu efstu keppendur afhent viðurkenningarskjöl í Háskólanum í Reykjavík. Ari Kristinn Jónsson rektor HR bauð nemendur, foreldra og kennara þeirra velkomin og Henning Úlfarsson stærðfræðingur sagði frá því hvernig leysa má stærðfræðiþrautir með forritun. Grétar Víðir mun keppa í lokakeppninni sem haldin verður í mars 2018. Við óskum honum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.