Þessa vikuna eru í heimsókn hjá okkur nemendur frá menntaskóla í Fredericia, Danmörku ásamt tveimur kennurum sínum. Þessi heimsókn er þáttur í samstarfi milli FB og Fredericia Gymnasium, styrktu af Nordplus junior. Nemendurnir eru hjá okkur alla vikuna og taka þátt í skólastarfinu með nemendum FB, einkum þá í dönsku og líffræði. Í fyrra fór hópur frá okkur til Danmerkur vegna sama verkefnis.